Atvinnukylfingurinn Tiger Woods missir af fyrstu mótum tímabilsins eftir að hafa farið í sína fimmtu aðgerð á baki á dögunum.
Það er CBS sem greinir frá þessu en Tiger, sem er 45 ára gamall, tók síðast þátt á PNC-meistaramótinu í desember þar sem meiðslin tóku sig upp.
Tiger er sigursælasti leikmaður á PGA-mótaröðinni með 82 sigra, líkt og Sam Snead.
„Ég hlakka til að hefja æfingar á nýjan leik og ég er einbeittur á að snúa til baka sterkara en aldrei fyrr,“ bætti Tiger við í tilkynningu sem hann sendi frá sér.
The Masters-mótið hefst í Bandaríkjunum eftir ellefu vikur og vonast Tiger til þess að vera á meðal þátttakenda á mótinu.