Talið er að Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að bíll hans fór út af veginum í alvarlegu bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðustu viku.
Það er USA Today sem greinir frá þessu en Tiger fótbrotnaði illa á hægri fæti í slysinu og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þessa.
Tiger fór út af veginum í miðri beygju en engin bremsuför sáust á veginum og bendir því allt til þess að kylfingurinn hafi ekki verið með augun á veginum.
Sérfræðingar telja ummerkin á slysstað mjög dæmigerð fyrir slys þar sem ökumaðurinn sofnar undir stýri.
Tiger, sem er 49 ára gamall, er næstsigursælasti kylfingur allra tíma á eftir Sam Snead en Tiger vann sinn fyrsta risatitill árið 1996.