Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau bar sigur úr býtum á Arnold Palmer Invitational-mótinu í PGA-mótaröðinni í golfi um helgina eftir mikla spennu á lokahringnum.
DeChambeau og Westwood voru að bítast um efsta sætið en aldrei munaði meira en einu höggi á þeim síðustu 15 holurnar á lokadeginum en DeChambeau kláraði á samtals ellefu höggum undir pari, einu höggi á undan Westwood, til að vinna sinn fyrsta titil á árinu.
Það hefur ekki skemmt fyrir að áður en hann hóf hringinn í gærmorgun fékk hann hvatningarskilaboð frá Tiger Woods, sem dvelst nú á sjúkrahúsi í Kaliforníu þar sem hann er að jafna sig eftir bílslys. „Ég fékk skilaboð frá Tiger, hann sagði mér að halda áfram að berjast, sama hvað, og vera hugrakkur eins og herra Palmer var sjálfur,“ hefur CCN eftir DeChambeau.
Tiger Woods hefur unnið á Arnold Palmer-mótinu alls átta sinnum á ferlinum og veit því hvað hann syngur. Tiger, sem er 49 ára gamall, er næstsigursælasti kylfingur allra tíma á eftir Sam Snead en Tiger vann sinn fyrsta risatitill árið 1996. Hann fótbrotnaði illa á hægri fæti eftir bílslysið og jafnar sig nú eftir aðgerð.