Haraldur keppir í annarri heimsálfu

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lætur ekki heimsfaraldurinn stöðva sig þessa dagana því hann er mættur til keppni ansi fjarri heimahögunum. 

Áskorendamótaröð Evrópu telur óhætt að hefja keppnistímabilið og þar eiga Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín keppnisrétt á árinu eins og í fyrra.

Limpopo-mótið hófst í gær í Modimolle í Suður-Afríku og hefur Haraldur Franklín lokið við tvo hringi. Lék hann á 75 höggum í gær og á 72 höggum í dag. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari og nær ekki í gegnum niðurskurð keppenda eftir 36 holur. Útlit er fyrir að til þess þurfi kylfingar að leika á höggi undir pari eða betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert