Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, hóf leik í gær á Dimension Data-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í Evrópu.
Haraldur lék fyrsta hringinn á 70 höggum og var á tveimur höggum undir pari vallarins.
Haraldur byrjaði því mótið vel en eins og staðan er núna er útlit fyrir að hann þurfi að vera samtals á þremur undir pari til að komast í gegnum niðurskurð keppenda.