Góður árangur í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús lék vel í Suður-Afríku um helgina.
Haraldur Franklín Magnús lék vel í Suður-Afríku um helgina. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 28.-33. sæti á Dimension Data-mótinu sem fram fór í Suður-Afríku en mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Haraldur lék lokahringinn á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Samtals lék hann hringina fjóra í Suður-Afríku á sjö höggum undir pari.

Fyrir árangurinn fær hann tæplega 3.500 evrur en það samsvarar rúmlega hálfri milljón íslenskra króna.

Haraldur keppir næst á Range Servant-mótinu í Svíþjóð en Guðmundur Ágúst Kristjánsson er einnig skráður til leiks á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert