GSÍ mótaröðin er hafin

Guðrún Brá brosir breitt á Hlíðavelli í fyrra.
Guðrún Brá brosir breitt á Hlíðavelli í fyrra. Ljósmynd/GSÍ

Segja má að golfsumarið sé formlega hafið hjá bestu kylfingum landsins því fyrsta stigamótið á GSÍ mótaröðinni hófst í dag. 

Fyrsta mótið er ÍSAM-mótið og er haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ en þar fór Íslandsmótið fram í fyrra. 

Eins og venja er á hefðbundum stigamótum á mótaröðinni þá eru leiknar 54 holur eða 18 holur á þremur dögum. 

Fyrstu kylfingar voru ræstir út klukkan tólf á hádegi. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á meðal keppenda í mótinu. 

Allar upplýsingar má sjá í tilkynningu Golfsambandsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert