Guðmundur byrjaði vel í Svíþjóð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á Range Servant Challenge-mótinu í golfi sem hófst í Malmö í gær en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór afar vel af stað í gær og lék á 68 höggum og er á fjórum undir pari. Andri Þór Björnsson lék á parinu eða 72 höggum og Haraldur Franklín Magnús var á 75 höggum. 

Skorið í mótinu er gott og kylfingar þurfa líklega að vera á þremur undir pari samtals eftir 36 holur til að komast í gegnum niðurskurð keppenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert