Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson lauk í dag leik á Made in HimmerLand-mótinu í Danmörku á Nordic-mótaröðinni í golfi. Axel lék þriðja og lokahringinn í dag á sínu besta skori til þessa.
Axel lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða á pari, annan hringinn á 70 höggum og loks þriðja hringinn á 70 höggum. Hann lauk því leik á samtals 217 höggum, einu höggi yfir pari.
Axel endaði í 27. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Danirnir John Axelsen og August Höst báru sigur úr býtum á tíu höggum undir pari.