Yfirburðir hjá Ragnhildi

Ragnhildur Kristinsdóttir er í forystu eftir fyrsta hring.
Ragnhildur Kristinsdóttir er í forystu eftir fyrsta hring. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnhildur Kristinsdóttir var með mikla yfirburði á fyrsta hring ÍSAM-mótsins, fyrsta stiga­mótsins í GSÍ-mótaröðinni í golfi sem hófst í gær. 

Ragnhildur lék hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún var sex höggum á undan atvinnukylfingnum og Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir hringinn, en annar hringurinn er leikinn í dag. 

Í karlaflokki var Aron Snær Júlíusson í forystu eftir fyrsta hring en hann lék á 69 höggum, þremur höggum undir pari. Hákon Örn Magnússon kom þar á eftir á tveimur undir pari. Sterkustu karlkylfingar landsins leika ekki á mótinu vegna anna á mótaröðum erlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert