Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn í karlaflokki á B59 Hotel-mótinu í golfi sem fram fer á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.
Dagbjartur lék á 3 höggum undir pari eða 69 höggum. Hann lék fyrri 9 holurnar á einu höggi yfir pari en á síðari 9 holunum fékk hann tvo fugla (-1) og einn örn (2-).
Kristófer Karl Karlsson, GM, er í öðru sæti á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og í þriðja sæti eru þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og hinn þaulreyndi Hlynur Geir Hjartarson, GOS, á 71 höggi eða höggi undir pari.
Aðstæður voru frekar krefjandi á Garðavelli þrátt fyrir að veðrið hafi verið með ágætum. Töluverður vindur var til staðar og reyndi það enn frekar á keppendur. Keppnisdagarnir eru alls þrír og eins og sjá má á stöðu efstu keppenda verður keppnin spennandi. Aðeins fjögur högg skilja á mill efsta manns og þeirra sem eru í 9.-12. sæti.
1.Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 69 högg (-3)
2. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-2)
3.-4. Ragnar Már Garðarsson, GKG 71 högg (-1)
3.-4. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 71 högg (-1)
5.-8. Rúnar Arnórsson, GK 72 högg (par)
5.-8. Viktor Ingi Einarsson, GR 72 högg (par)
5.-8. Aron Snær Júlíusson, GKG 72 högg (par)
5.-8. Sverrir Haraldsson, GM 72 högg (par)
9.- 12. Tumi Hrafn Kúld, GA 73 högg (+1)
9.-12. Hákon Örn Magnússon, GR 73 högg (+1)
9.-12. Lárus Garðar Long, GV 73 högg (+1)
9.-12. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 73 högg (+1)