Aron Snær Júlíusson, GKG, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, voru nálægt því að bæta vallarmet á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi á öðrum hring á B59-hótelmótinu í golfi í dag. Mótið er annað stigamót ársins hjá Golfsambandi Íslands.
Aron Snær lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari vallarins. Hann var einu höggi frá fimm ára gömlu vallarmeti Kristjáns Þórs Einarssonar. Aðstæður á Garðavelli voru með besta móti í dag, nánast enginn vindur og vallaraðstæður frábærar.
Aron Snær fékk skolla á fyrstu holu vallarins en það sem eftir lifði hringsins fékk Aron Snær sjö fugla og tapaði ekki höggi. Hann er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudag. Aron er á 138 höggum á -6 samtals en jafnir í 2.-3. sæti eru Ragnar Már Garðarsson, GKG, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, á 141 höggi samtals.
Staða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Aron Snær Júlíusson, GKG 138 högg -6 (72-66)
2.-3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 141 högg -3 (71-70)
2.-3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 141 högg -3 (69-72)
4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 142 högg -2 (72-70)
4.-5. Kristófer Karl Karlsson, GM 142 högg -2 (70-72)
6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 143 högg -1 (74-69)
7. Hákon Örn Magnússon, GR 144 högg (par) (73-71)
8.- 10. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 147 högg +3 (76-71)
8.- 10. Hlynur Bergsson, GKG 147 högg +3 (74-73)
8.-10. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 147 högg +3 (71-76)
Guðrún Brá lék á 67 höggum í dag eða 5 höggum undir pari vallar. Guðrún Brá var nálægt því að bæta eigið vallarmet sem hefur staðið af sér allar atlögur í tæplega áratug en hún lék Garðavöll á 66 höggum árið 2012 af bláum teigum.
Guðrún Brá er á 7 höggum undir pari vallar eða 137 höggum en Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, kemur þar næst á pari vallar eða sjö höggum á eftir Guðrúnu Brá. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er þriðja á +3 samtals og það er ljóst að keppinautar Guðrúnar þurfa að leika sitt allra besta golf á lokakeppnisdeginum á B59-hótelmótinu á Garðavelli.
Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 137 högg -7 (70-67)
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 144 högg (par) (71-73)
3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 147 högg +3 (73-74)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 149 högg +5 (72-77)
5.-6. María Eir Guðjónsdóttir, GM 153 högg +9 (77-76)
5.-6. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR153 högg +9 (76-77)
7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 154 högg +10 (75-79)
8.-9. María Björk Pálsdóttir, GKG 156 högg +12 (80-76)
8.-9. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 156 högg +12 (75-81)
10.-12. Sara Kristinsdóttir, GM 160 högg +16 (84-76)
10.-12. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 160 högg +16 (81-79)
10.-12. Helga Signý Pálsdóttir, GR 160 högg +16 (79-81)
13. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 164 högg +20 (82-82)
14. Árný Eik Dagsdóttir, GKG, 167 högg +23 (85-82)