Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik á seinni tveimur hringjunum á Dormy Open-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni.
Guðmundur lék vel á fyrstu tveimur hringjunum og komst í gegnum niðurskurðinn á einu höggi undir pari. Hann lék hins vegar tvo síðustu hringina á samtals 12 höggum yfir pari og lauk leik á 11 yfir og í 75. sæti, neðsta sæti þeirra sem fóru í gegnum niðurskurðinn.
Haraldur Franklín Magnús lék einnig á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.
Á Nordic-mótaröðinni hafnaði Andri Björnsson í 45. sæti á TanumStrand Fjällbacka-mótinu. Hann lék þrjá hringi á samtals einu höggi yfir pari.