Guðrún og Aron fögnuðu sigrum - vallarmetið féll

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að spila vel.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að spila vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á B59-hót­el­mót­inu í golfi í dag. Mótið er annað stiga­mót árs­ins hjá Golf­sam­bandi Íslands og var leikið á Garðavelli á Akranesi. 

Guðrún lék þriðja og síðasta hringinn í dag á 69 höggum, þremur höggum undir pari, og lék samanlagt á tíu höggum undir pari. Guðrún vann einnig fyrsta mót ársins og lítur vel út í upphafi tímabilsins. 

Ragnhildur Kristinsdóttir átti hins vegar besta hringinn í dag því hún lék á 63 höggum og bætti níu ára gamalt vallarmet Guðrúnar um þrjú högg. Hún fékk átta fugla, einn örn og aðeins einn skolla. Ragnhildur varð önnur á sex höggum undir pari. 

Í karlaflokki vann Aron Snær Júlíusson öruggan sigur, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og mótið á sjö höggum undir pari. Ragnar Már Garðarsson varð annar á fjórum höggum undir pari. 

Aron Snær Júlíusson vann í karlaflokki.
Aron Snær Júlíusson vann í karlaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert