Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á Irish Challenge-mótinu í Dublin í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Guðmundur lék fyrsta hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og var sérstaklega góður á seinni níu holunum, en hann var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu.
Íslenski kylfingurinn fékk hinsvegar fjóra fugla á síðustu sex holum hringsins og endaði á 69 höggum, tveimur höggum undir pari. Er hann fyrir vikið í áttunda sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.