Aldrei upplifað annan eins sársauka

Tiger Woods er á batavegi eftir alvarlegt bílslys.
Tiger Woods er á batavegi eftir alvarlegt bílslys. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods segist aldrei hafa fundið jafnmikinn sársauka eins og eftir bílslysið sem hann lenti í lok febrúar á þessu ári. Þetta sagði hann í samtali við PerthNow.

Tiger, sem er 45 ára gamall, keyrðu út af á bifreið sinni hinn 23. febrúar með þeim afleiðingum að bíll hans fór nokkrar veltur.

Kylfingurinn slasaðist illa á fótum og þufti að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna meila sinna en hann dvaldi á sjúkrahúsi í þrjár vikur eftir slysið áður en hann fékk að snúa aftur heim til sín.

„Það er ekki hægt að líkja þessari upplifun við önnur meiðsli sem ég hef gengið í gegnum á ferlinum,“ sagði Tiger.

„Ég veit hvað ég þaf að gera til þess að ná fyrri styrk þar sem ég þekki endurhæfingaferlið ágætlega.

Á sama tíma hef ég aldrei upplifað annan eins sársauka eins og þarna,“ bætti Tiger við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka