Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi, fór ekki vel af stað á Opna ítalska kvennamótinu á Evrópumótaröðinni sem hófst í Fubine á Ítalíui í dag.
Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á 79 höggum, sjö yfir pari vallarins, og er 108. sæti af 126 keppendum.
Lucie Malchirand frá Frakklandi og Elanor Givens frá Englandi lék ub est í dag og eru á sex höggum undir pari, 66 höggum hvor, og höggi á eftir þeim eru Alessia Nobilo frá Ítalíu og Gabriella Cowley frá Englandi.
Þetta er þriggja daga mót og Guðrún Brá leikur annan hring sinn á morgun.