Guðmundur lék vel í Dublin

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék vel á Irish Challenge mótinu í Dublin sem lauk í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. 

Guðmundur lauk keppni á þremur höggum undir pari samtals en hann lék hringina fjóra á 69, 71, 73 og 68 höggum. 

Guðmundur hafnaði í 12. - 17. sæti í mótinu Hollendingurinn Daan Huizing sigraði á eftir að hafa leikið á níu undir pari samtals. 

Guðmundur fær 3.630 evrur í verðlaunafé samkvæmt heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka