Áhorfendur fá tækifæri til að sjá þrjá af sigursælustu kylfingum í sögu Íslandsmótsins í golfi í góðgerðarmótinu árlega, Einvíginu á Nesinu, á frídegi verslunarmanna.
Sjöfaldur Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórsson, er skráður til keppni sem og Björgvin Þorsteinsson sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Þá verður Björgvin Sigurbergsson einnig með en hann er fjórfaldur Íslandsmeistari. Ekki gefst oft kostur á því núorðið að sjá þessa kappa takast á á golfvellinum.
Björgvin Sigurbergsson og Birgir Leifur hafa tvívegis unnið mótið og Björgvin Þorsteinsson vann fyrsta mótið árið 1997 en Einvígið á Nesinu hefur verið haldið á hverju ári á golfvellinum á Seltjarnarnesi síðan þá.
Ekki eru einiungis „gamlar kempur“ með í mótinu því atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús verða allir með.
Þá verður Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir með en hún náði sögulegum árangri í sumar á Breska áhugamannamótinu og lék þar til úrslita.
Í ár verður keppt í þágu BUGL sem veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu á Landspítalanum.
Mótið mun hefjast klukkan 13 á mánudaginn en frekari upplýsingar frá Nesklúbbnum er að finna hér.
Keppendur:
Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björgvin Sigurbergsson
Björgvin Þorsteinsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Haraldur Franklín Magnús
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Sigurvegarar frá upphafi:
1997 Björgvin Þorsteinsson
1998 Ólöf María Jónsdóttir
1999 Vilhjálmur Ingibergsson
2000 Kristinn Árnason
2001 Björgvin Sigurbergsson
2002 Ólafur Már Sigurðsson
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir
2004 Magnús Lárusson
2005 Magnús Lárusson
2006 Magnús Lárusson
2007 Sigurpáll Geir Sveinsson
2008 Heiðar Davíð Bragason
2009 Björgvin Sigurbergsson
2010 Birgir Leifur Hafþórsson
2011 Nökkvi Gunnarsson
2012 Þórður Rafn Gissurarson
2013 Birgir Leifur Hafþórsson
2014 Kristján Þór Einarsson
2015 Aron Snær Júlíusson
2016 Oddur Óli Jónasson
2017 Kristján Þór Einarsson
2018 Ragnhildur Sigurðardóttir
2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2020 Haraldur Franklín Magnús