Haraldur á 64 höggum á Spáni

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Arnþór Birkisson

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur skilaði inn stórglæsilegu skori Emporda Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í dag. 

Haraldur lék á 64 höggum og var á sjö höggum undir pari vallarins í Girona. Er hann þá samtals á tíu undir pari efitr þrjá hringi af fjórum. Haraldur er í 11. - 15. sæti, sex höggum á eftir efsta manni. 

Haraldur Franklín fékk níu fugla á hringnum sem er magnað en fékk einnig tvo skolla. Restina paraði hann. 

Haraldur er í 50. sæti stigalistans á mótaröðinni á þessu ári. Eftir næstu helgi kemur í ljós hvaða 45 kylfingar komast á lokamótið en það verða þeir 45 efstu á þessum lista. Að lokamótinu loknu hljóta 20 efstu á listanum keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka