Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur farið upp um meira en 100 sæti á heimslista karla í golfi á árinu með frammistöðu sinni á Áskorendamótaröð Evrópu.
Haraldur er 561. sæti og tók talsvert stökk á milli vikna en í síðustu viku var hann í 602. sæti. Góð spilamennska í Girona á Spáni færði hann upp listann. Í lok síðasta árs var Haraldur númer 685 á listanum.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er númer 725 á listanum en var í lok árs í fyrra í sæti númer 522.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 687. sæti á heimslista kvenna.