PGA-mótaröðin í golfi er nú stödd í Japan ef þannig má að orði komast en þar fer ZOZO Championship fram.
Kylfingarnir léku annan hringinn í nótt og þegar mótið er hálfnað er Mastersmeistarinn Hideki Matsuyama efstur. Er hann á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið á 64 og 68 höggum
Matsuyama hefur eitt högg í forskot á Bandaríkjamanninn Cameron Tringale. Matsuyama hefur ekki unnið mót á mótaröðinni frá því hann sigraði glæsilega á Masters í apríl en hefur einu sinni tapað í bráðabana um sigur.
Hann vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Japan í sumar.