Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í 9. sæti í karlaflokki á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór í Portúgal.
Um er að ræða liðakeppni og keppnisrétt fær liðið sem sigrar í efstu deild í Íslandsmóti golfklúbba, sem stundum er í daglegu tali kölluð sveitakeppni GSÍ.
Lið frá golfklúbbum frá 23 löndum tóku þátt í keppninni. Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson kepptu fyrir hönd GR en tveir bestu hringirnir af þremur giltu í hverri umferð.
GR-ingar léku samtals á 16 höggum yfir pari en Rosendaelsche frá Belgíu sigraði á 2 undir pari samtals.
Á Íslandsmóti golfklúbba geta atvinnumenn verið með en á EM má ekki tefla fram atvinnumönnum.
1. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 72 högg
Hákon Örn Magnússon, 77 högg
Viktor Ingi Einarsson, 77 högg
2. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 78 högg
Hákon Örn Magnússon, 75 högg
Viktor Ingi Einarsson, 72 högg
3. keppnisdagur:
Jóhannes Guðmundsson, 75 högg
Hákon Örn Magnússon, 83 högg
Viktor Ingi Einarsson, 76 högg