Enn einn Ástralinn sem sigrar á PGA-mótaröðinni

Lucas Herbert verður væntanlega með á Masters í fyrsta skipti …
Lucas Herbert verður væntanlega með á Masters í fyrsta skipti í apríl. AFP

Ekkert lát er á framleiðslu góðra kylfinga í Ástralíu en Lucas Herbert sigraði á Butterfield Bermuda Championship á PGA-mótaröðinni í golfi í gær. 

Herbert sigraði í fyrsta skipti á móti á mótaröðinni en hann er 25 ára gamall. Með þessu tryggir hann sér keppnisrétt á mótaröðinni næstu árin en Herbert var í 51. sæti á heimslistanum og færist upp í 43. sæti listans. 

Ástralir hafa í gegnum áratugina átt fjölda snjallra kylfinga en Herbert hefur ekki látið mjög að sér kveða hingað til. Hann hefur þó náð að keppa á nokkrum risamótum til þessa og hefur náð í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. 

Herbert lauk keppni á fimmtán höggum undir pari samtals en Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed var á fjórtán undir pari sem og Ástralinn Danny Lee. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert