Greinir frá mikilli vanlíðan í nýrri bók

Adam Scott sigurvegari 2013 klæðir Bubba Watson í græna jakkann …
Adam Scott sigurvegari 2013 klæðir Bubba Watson í græna jakkann í apríl 2014 sem fylgir sigrinum á Masters. Watson varð þjóðþekktur í Bandaríkjunum eftir sigur á mótinu árið 2012. AFP

Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson er að senda frá sér bók þar sem hann greinir frá ýmsu persónulegu og segist hafa verið aðframkominn vorið 2017. 

Bókin kallast Up&Down og er skrifuð af Don Yaeger. Titilinn ber með sér tvíræða merkinu. Annars vegar sveiflurnar í daglegu lífi en einnig er þetta enskur frasi úr íþróttinni. Ef kylfingur hittir ekki flötina í tilskyldum höggafjölda og nær að bjarga pari, þá er það kallast á ensku: up and down. 

Watson segir vatnaskil hafa orðið vorið 2017 samkvæmt sýnishorni sem birt hefur verið í fjölmiðlum. Þá segist hann hafa verið aðframkominn og hafi leitað til lækna vegna þyngdartaps sem hafi þá verið jafnt og þétt í liðlega ár. Eftir ítarlegar rannsóknir hafi ekkert verið að líkamsstarfssemininni sem slíkri heldur hafi vandinn verið sálrænn. 

Watson segist hafa farið á hnén og grátbeðið æðri máttarvöld um hjálp því hann hafi ekki vitað hvernig hann ætti að vinna sig út úr vandanum.

Það hafi hins vegar tekist með tímanum og hann sé hamingjusamari í dag. 

Bubba Watson er 43 ára gamall. Hann hefur tvívegis sigrað á Masters-mótinu og alls tólf sinnum á mótum á PGA-mótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert