Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék á parinu á fyrsta hringnum á Aramco Saudi Ladies International mótinu sem fram fer í Sádí Arabíu.
Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni en langt er liðið á keppnistímabilið. Ekki hafa allar lokið leik í dag en Guðrún er í ágætum málum og er sem stendur í 29. sæti.
Guðrún náði mjög góðum kafla um miðbik hringsins þegar hún fékk þrjá fugla á fjórum holum. Var hún þá á tveimur undir pari en fékk tvo skolla eftir það og kom inn í skála á parinu.