Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er komin í hóp þeirra íslensku kylfinga sem sigrað hafa oftar en einu sinni á háskólamótum í Bandaríkjunum, NCAA. Ragnhildur fagnaði sigri á móti í Arden í Norður-Karólínuríki á dögunum.
Ragnhildur lék holurnar 54 á samtals fimm höggum yfir pari vallarins.
Ragnhildur keppir fyrir Eastern Kentucky-háskólann og hefur unnið tvö mót á þessu keppnistímabili en hún stóð einnig uppi sem sigurvegari í Missouri í lok september.