Hulda Bjarnadóttir verður sjálfkjörin forseti Golfsambands Íslands þegar Golfþing ársins 2021 fer fram dagana 19. og 20. nóvember á Fosshótelinu í Reykjavík.
Hún er núverandi meðstjórnandi hjá GSÍ og mun taka við sem af Hauki Erni Birgissyni, sem ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju.
Alls hafa svo 10 aðilar tilkynnt um framboð sitt til stjórnarkjörs. Því er sömuleiðis sjálfkjörið í stjórn GSÍ þar sem stjórn sambandsins skal samkvæmt lögum þess skipuð alls 11 mönnum.
Aðilarnir 10 eru þau Birgir Leifur Hafþórsson, Hansína Þorkelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Hörður Geirsson, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arnarson, Ragnar Baldursson og Viktor Elvar Viktorsson.
Nánar má lesa um alla frambjóðendurna 11 á vef GSÍ.