Tiger Woods er farinn að geta slegið litla hvíta boltann á ný en hæfileikarnir á því sviði hafa gert hann að einum þekktasta íþróttamanni sögunnar.
Tiger slasaðist í bílslysi í Kaliforníu í febrúar og fótbrotnaði illa. Endurhæfingin hefur greinilega gengið vel en á sínum tíma treystu læknar sér ekki til að spá um hvort hann gæti átt eftir að keppa í golfi á ný.
Ekki liggur fyrir hvenær hann fór að slá bolta á ný en nú hefur hann í það minnsta birt myndskeið af sér á æfingasvæðinu.
Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq
— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021