Miklar framfarir hjá Tiger Woods (myndskeið)

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods er farinn að geta slegið litla hvíta boltann á ný en hæfileikarnir á því sviði hafa gert hann að einum þekktasta íþróttamanni sögunnar. 

Tiger slasaðist í bílslysi í Kaliforníu í febrúar og fótbrotnaði illa. Endurhæfingin hefur greinilega gengið vel en á sínum tíma treystu læknar sér ekki til að spá um hvort hann gæti átt eftir að keppa í golfi á ný.  

Ekki liggur fyrir hvenær hann fór að slá bolta á ný en nú hefur hann í það minnsta birt myndskeið af sér á æfingasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert