Morikawa ýtti Johnson niður í 3. sæti

Collin Morikawa.
Collin Morikawa. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er nú kominn niður í 3. sæti heimslistans í golfi en í lok árs í fyrra var hann langefstur á listanum eftir sigur á Masters sem þá var haldið í nóvember. 

Jon Rahm er efstur eins og undanfarnar vikur en Collin Morikawa ýtti Dustin Johnson niður í 3. sætið með sigri á lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Morikawa sigraði auk þess á The Open í sumar. 

Dustin Johnson.
Dustin Johnson. AFP

Patrick Cantlay sem varð efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar er í 4. sæti og ólympíumeistarinn Xander Schauffele er í 5. sæti. 

Norðmaðurinn Viktor Hovland er í 9. sæti og hefur aldrei verið jafn ofarlega. 

Nelly Korda frá Bandaríkjunum er efst á heimslista kvenna. Í næstu þremur sætum koma konur frá Suður-Kóreu: Jin Young Ko, In Bee Park og Sei Young Kim. Sex af tíu efstu á heimslista kvenna koma frá Asíu. 

Nelly Korda og Jin-young Ko.
Nelly Korda og Jin-young Ko. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert