Guðrún á meðal 40 efstu á lokamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti fínan þriðja hring á loka­móti Evr­ópu­mót­araðar kvenna í golfi í Andal­ús­íu á Suður-Spáni í dag.

Guðrún lék hringinn á 72 höggum, eða á parinu. Hún er samtals á fimm höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Guðrún lék fyrsta hringinn á 79 höggum en annan hringinn á 70 höggum og bætti sig töluvert á milli hringja.

Hún er sem stendur í 40. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Carlota Ciganda frá Spáni er í toppsætinu á tíu höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert