Koepka gjörsigraði DeChambeau

Bryson DeChambeau og Brooks Koepka.
Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. AFP

Brooks Koepka hafði betur gegn Bryson DeChambeau með afar sannfærandi hætti þegar þeir öttu kappi í góðgerðarviðureign í golfi í Las Vegas í nótt.

Þeir tveir hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár og mættust í holukeppni í nótt.

Áætlað var að spila 12 holur en Koepka vann níu, DeChambeau enga og játaði sig því sigraðan þegar honum mistókst að ná fugli á níundu holu.

„Ég ætla ekki að ljúga, ég vildi bara rassskella hann,“ sagði sigurreifur Koepka eftir öruggan sigurinn.

„Það er virðing til staðar en á sama tíma var gaman að koma hérna og afgreiða þetta í eitt skipti fyrir öll,“ bætti hann við.

Koepka og DeChambeau voru svo spurðir hvort þeir væru nú vinir en þeir hlógu þá við og sögðu báðir einfaldlega: „Nei!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert