Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék glæsilega á lokahring á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna í golfi í Andalúsíu á Suður-Spáni í dag.
Guðrún lék á 69 höggum, þremur höggum undir pari, og voru aðeins fimm kylfingar á betra skori en Íslandsmeistarinn í holukeppni.
Guðrún lauk leik á samtals tveimur höggum yfir pari og í 28. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Fær hún rúmar 5.800 evrur fyrir, eða rúmar 850.000 krónur.