Haukur unnu magnaðan 26:24-sigur á Val á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Valur náði mest sjö marka forskoti en Haukar neituðu að gefast upp.
Valskonur byrjuðu á miklum krafti og komust í 9:3 eftir rúmlega kortérs leik. Valur var með fínt forskot út hálfleikinn og var staðan í leikhléi 16:11.
Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður voru Haukar búnir að minnka muninn í þrjú mörk 21:18 og skömmu síðar var staðan 24:24. Haukar voru svo sterkari undir lokin og unnu glæsilegan sigur.
Sara Odden skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ásta Björt Júlíusdóttir gerði sex. Margrét Einarsdóttir varði 16 skot í markinu. Thea Imani Sturludóttir var langbest hjá Val með 12 mörk.
Valur, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í öðru sæti með 16 stig. Haukar, sem hafa unnið tvo í röð, eru í þriðja með 13.