Byrjaði á höggi undir pari

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hóf keppnistímabilið á Áskorendamótaröðinni í dag með því að leika fyrsta hringinn á móti í George í Suður-Afríku á einu höggi undir pari.

Hann var á tímabili ofarlega á listanum eftir að hafa fengið fjóra fugla í röð á seinni hringnum og var þá á þremur höggum undir pari en tapaði síðan tveimur til baka með því að fá skolla á sextándu og átjándh holu.

Haraldur deilir sem stendur 62. sæti með mörgum öðrum kylfingum en margir eiga eftir að ljúka fyrsta hringnum.

Uppfært:
Eftir að allir luku fyrsta hring er Haraldur í 75.-100. sæti af 162 keppendum á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert