Guðrún á 77 höggum í Kenía

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hóf í dag leik á móti á Evrópumótaröðinni sem haldið er í Kenía í Afríku. 

Guðrún átti fremur erfiðan dag á vellinum og lék á 77 höggum og kom inn í skála á fimm höggum yfir pari vallarins. 

Rétt er þó að nefna að aðstæður virðast hafa verið krefjandi því skor keppenda er frekar hátt. Guðrún er ásamt fleirum í 51. sæti af 94 keppendum. Aðeins fjórir kylfingar léku undir pari á fyrsta hringnum í dag. 

Guðrún Brá fékk tvo fugla á hringnum en einnig einn skramba og fimm skolla. 

Uppfært:
Eftir að allir keppendur luku fyrsta hring er Guðrún í 48.-58. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert