Úr leik í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/IGTTour

GR-ingnum Haraldi Franklín Magnús gekk ekki vel á golfvellinum í dag þegar hann lék annan hringinn á Dimension Data mótinu í George í Suður Afríku. 

Haraldur er úr leik á mótinu eftir 36 holur af 72 en hann lék í dag á 77 höggum. Par vallarins er 73 högg og var Haraldur því á fimm yfir pari.

Hann er á samtals fjórum yfir pari eftir 36 holur því Haraldur lék prýðilega í gær og var þá á höggi undir pari. 

Haraldur fékk alls sjö skolla á hringnum í dag, tvo fugla og níu pör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka