Langbesti hringur Guðrúnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti sinn besta hring í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti sinn besta hring í dag. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti sinn langbesta hring á Magical Kenya Ladies Open golfmótinu í morgun er hún lék þriðja hringinn. Mótið, sem nú stendur yfir í Kenía, er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi.  

Guðrún, sem var á ellefu höggum yfir pari eftir tvo hringi, lék á 72 höggum í morgun eða á pari. Hún lék á 77 höggum á fyrsta hring og 78 höggum á öðrum hring og komst naumlega í gegnum niðurskurðinn.

Íslenski kylfingurinn fór upp í 49. sæti með hringnum í dag, en hún er enn á ellefu höggum yfir pari. Linnea Ström frá Svíþjóð er efst á fjórum höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka