Erfiður síðasti hringur Guðrúnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti erfiðan dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti erfiðan dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki almennilega á strik á fjórða hring á Magical Kenya Ladies Open-golfmótinu í morgun. Mótið, sem fór fram í Kenía er hluti af Evrópumótaröðinni.

Íslenski kylfingurinn lék á 77 höggum í dag, fimm höggum yfir pari, og lauk leik á samtals 16 höggum yfir pari.

Hún lék hringina fjóra á 77, 78, 72 og 77 höggum og endar í 55. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka