Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr GR lék annan hringinn á Opna Höfðaborgarmótinu í Suður-Afríku í dag á tveimur höggum undir pari.
Hann bætti sig því um þrjú högg frá því gær þegar hann lék á einu yfir pari, og er því samtals á einu undir pari, en óvíst er að þetta dugi honum til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Haraldur er sem stendur í 96.-116. sæti af 216 keppendum á mótinu en margir eiga eftir að ljúka hringnum í dag. Niðurskurðarlínan er sem stendur dregin við þá sem hafa leikið á þremur höggum undir pari og samkvæmt henni kæmust 76 efstu áfram. Það getur þó breyst á lokasprettinum.
Þetta er annað mótið á Áskorendamótaröð Evrópu á nýhöfnu keppnistímabili en Haraldur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á því fyrsta, sem einnig fór fram í Suður-Afríku.
Uppfært:
Haraldur endaði í 111.-123. sæti en að lokum þurfti fjögur högg undir pari til að komast í gegnum niðurskurðinn.