Er Síle að eignast stjörnu í golfíþróttinni?

Joaquín Niemann fagnar sigri í gær við 18. flötina.
Joaquín Niemann fagnar sigri í gær við 18. flötina. AFP

Joaquín Niemann sigraði á The Genesis Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi en mótið er haldið í Kaliforníu. 

Niemann sigraði með glæsibrag því hann var með forystuna allt mótið. Lék hann fyrstu tvo hringina á 63 höggum og náði sér þá í sterka stöðu. Hann fylgdi því eftir með því að leika á 68 höggum og 71 höggi. Lauk hann keppni á samtals nítján höggum undir pari. 

Collin Morikawa lék á 17 undir pari eins Cameron Young sem er nýliði á mótaröðinni og náði sér í drjúgan skilding. 

Adam Scott lék á 14 undir pari eins og Norðmaðurinn stöðugi VIktor Hovland. 

Tiger Woods er einn þeirra sem stendur fyrir Genesis-mótinu og …
Tiger Woods er einn þeirra sem stendur fyrir Genesis-mótinu og góðgerðastarfinu í kringum mótshaldið. AFP

Langflestir af bestu kylfingum heims voru með í mótinu og Niemann virðist vera að stimpla sig vel inn á mótaröðinni. Hann hefur nú sigrað tvívegis á mótum á PGA þótt hann sé ekki orðinn 24 ára gamall. 

Niemann kemur frá Santiago í Síle og fór úr 32. sæti heimslistans upp í 20. sæti. 

Af og til hafa komið sterkir kylfingar frá Suður-Ameríku en sá sem náð hefur lengst er ef til vill Argentínumaðurinn Angel Cabrera sem sigraði á tveimur risamótum, Masters og Opna bandaríska mótinu. En mun sjaldgæfara hefur verið að heimsklassakylfingar komi frá Suður-Afríku heldur en frá Suður-Afríku eða Ástralíu sem dæmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert