Framarlega í flokki í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús er enn í Suður-Afríku en þetta er …
Haraldur Franklín Magnús er enn í Suður-Afríku en þetta er þriðja mótið þar í þessum mánuði. Ljósmynd/IGTTour

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr GR lék vel á fyrsta hringnum á Johnson Workwear-golfmótinu í Durban í Suður-Afríku í dag og er framarlega í flokki.

Haraldur lék hringinn á fjórum höggum undir pari vallarins, 68 höggum, og er í 19. til 26. sæti af 216 keppendum þegar allir hafa lokið hringnum.

Hann er fimm höggum á eftir fyrsta manni, JC Ritchie frá Suður-Afríku, sem lék á níu höggum undir pari og fór holu í höggi á annari braut. Haraldur fékk sex fugla og tvo skolla í dag.

Mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu og er þriðja  mót keppnistímabilsins. Haraldur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum sem einnig fóru fram í Suður-Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert