Einn sá besti segir sig úr PGA-mótaröðinni

Dustin Johnson á blaðamannafundinum í dag.
Dustin Johnson á blaðamannafundinum í dag. AFP/Adrian Dennis

Banda­ríski kylf­ing­ur­inn Dust­in John­son hef­ur sagt upp aðild sinni að PGA-mótaröðinni svo hon­um sé unnt að taka þátt í LIV-mótaröðinni um­deildu, sem er fjár­mögnuð af sádi-ar­ab­ísk­um yf­ir­völd­um.

John­son, sem er 37 ára gam­all, var um langt skeið efst­ur á heimslist­an­um yfir bestu kylf­ing­ana, alls 135 vik­ur, og hef­ur unnið tvö af stærstu mót­um golfíþrótt­ar­inn­ar; Opna banda­ríska meist­ara­mótið árið 2016 og Masters-mótið árið 2020.

Bæði árin var hann val­inn besti leikmaður PGA-mót­araðar­inn­ar. Nú mun hann hins veg­ar ekki taka þátt á fleiri mót­um á veg­um mót­araðar­inn­ar.

„Ég vil ekki spila út æv­ina og þetta gef­ur mér tæki­færi til þess að gera það sem ég vil gera,“ sagði John­son á blaðamanna­fundi í dag.

Vann hann sér inn keppn­is­rétt á PGA-mótaröðinni árið 2008 og hef­ur á ferl­in­um sankað að sér 74 millj­ón­um doll­ara í verðlauna­fé.

Sam­kvæmt frétt BBC Sport í dag mun John­son hins veg­ar fá greidd­ar 150 millj­ón­ir doll­ara fyr­ir það eitt að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hefst hún næst­kom­andi fimmtu­dag í Lund­ún­um.

Með því að segja upp aðild sinni að PGA-mótaröðinni fyr­ir­ger­ir John­son um leið rétti sín­um til þess að keppa fyr­ir hönd Banda­ríkj­anna í Ryder-bik­arn­um. Fimm sinn­um hef­ur hann tekið þátt í bik­arn­um þar sem Banda­rík­in reynd­ust hlut­skörp­ust í tvígang.

„Ryder-bik­ar­inn er ótrú­leg­ur og hef­ur haft mikla þýðingu fyr­ir mig en þegar allt kom til alls ákvað ég að þetta væri best fyr­ir mig og fjöl­skyldu mína.

Allt er breyt­ing­um háð og von­andi breyt­ist þetta einn dag­inn og ég get fengið tæki­færi til þess að taka aft­ur þátt þar,“ sagði John­son um bik­ar­inn.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert