Mickelson tekur þátt á LIV-mótaröðinni umdeildu

Phil Mickelson.
Phil Mickelson. AFP/Sam Greenwood

Banda­ríski kylf­ing­ur­inn Phil Mickel­son mun snúa aft­ur á golf­völl­inn eft­ir fjög­urra mánaða hlé þegar hann tek­ur þátt í fyrstu mótaröð LIV-mót­araðar­inn­ar, nýrr­ar golf­mót­araðar sem er fjár­mögnuð af sádi-ar­ab­íska rík­inu, í vik­unni.

Mickel­son vakti at­hygli í fe­brú­ar síðastliðnum þegar hann hampaði nýju mótaröðinni þar sem hon­um þætti já­kvætt að fara gegn PGA-mótaröðinni, sem hann vildi losna úr.

Hann lét þó ekki þar við sitja og kvaðst gera sér fulla grein fyr­ir öllu því ósæmi­lega sem sádi-ar­ab­ísk stjórn­völd hafa staðið fyr­ir.

„Þeir eru ógn­væn­leg­ir and­skot­ar til þess að vera í slag­togi við. Við vit­um að þeir myrtu [sádi-ar­ab­íska blaðamann­inn Jamal] Khashoggi og eru hræðileg­ir þegar kem­ur að mann­rétt­ind­um. Þeir af­lífa fólk fyr­ir að vera sam­kyn­hneigt þarna.

Með þetta allt sam­an í huga, af hverju ætti ég einu sinni að íhuga þetta? Því þetta er ein­stakt tæki­færi til þess að end­ur­móta það hvernig PGA-mótaröðin virk­ar,“ sagði Mickel­son í viðtali við Fire Pit Col­lecti­ve-miðil­inn í fe­brú­ar.

Um­mæl­in vöktu mikla reiði hvarvetna og dró hann sig í hlé í kjöl­farið þar sem hann missti til að mynda af Masters-mót­inu í fyrsta skipti í 28 ár og tók ekki þátt á PGA-meist­ara­mót­inu í síðasta mánuði, þar sem hann átti titil að verja.

Mickel­son, sem hef­ur sex sinn­um unnið stærstu golf­mót heims, snýr þó aft­ur í vik­unni þegar fyrsta mót LIV-mót­araðar­inn­ar hefst í Lund­ún­um.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert