Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson mun snúa aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða hlé þegar hann tekur þátt í fyrstu mótaröð LIV-mótaraðarinnar, nýrrar golfmótaraðar sem er fjármögnuð af sádi-arabíska ríkinu, í vikunni.
Mickelson vakti athygli í febrúar síðastliðnum þegar hann hampaði nýju mótaröðinni þar sem honum þætti jákvætt að fara gegn PGA-mótaröðinni, sem hann vildi losna úr.
Hann lét þó ekki þar við sitja og kvaðst gera sér fulla grein fyrir öllu því ósæmilega sem sádi-arabísk stjórnvöld hafa staðið fyrir.
„Þeir eru ógnvænlegir andskotar til þess að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu [sádi-arabíska blaðamanninn Jamal] Khashoggi og eru hræðilegir þegar kemur að mannréttindum. Þeir aflífa fólk fyrir að vera samkynhneigt þarna.
Með þetta allt saman í huga, af hverju ætti ég einu sinni að íhuga þetta? Því þetta er einstakt tækifæri til þess að endurmóta það hvernig PGA-mótaröðin virkar,“ sagði Mickelson í viðtali við Fire Pit Collective-miðilinn í febrúar.
Ummælin vöktu mikla reiði hvarvetna og dró hann sig í hlé í kjölfarið þar sem hann missti til að mynda af Masters-mótinu í fyrsta skipti í 28 ár og tók ekki þátt á PGA-meistaramótinu í síðasta mánuði, þar sem hann átti titil að verja.
Mickelson, sem hefur sex sinnum unnið stærstu golfmót heims, snýr þó aftur í vikunni þegar fyrsta mót LIV-mótaraðarinnar hefst í Lundúnum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Bosnía | 2 | 1 | 0 | 1 | 49:54 | -5 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Georgía | 2 | 0 | 0 | 2 | 51:57 | -6 | 0 |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
13.03 14:00 | Georgía | : | Bosnía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 3 | 3 | 0 | 0 | 96:76 | 20 | 6 |
2 | Bosnía | 2 | 1 | 0 | 1 | 49:54 | -5 | 2 |
3 | Grikkland | 3 | 1 | 0 | 2 | 74:83 | -9 | 2 |
4 | Georgía | 2 | 0 | 0 | 2 | 51:57 | -6 | 0 |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
13.03 14:00 | Georgía | : | Bosnía |
15.03 17:00 | Ísland | : | Grikkland |
15.03 17:00 | Bosnía | : | Georgía |
07.05 17:00 | Bosnía | : | Ísland |
07.05 17:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 17:00 | Ísland | : | Georgía |
11.05 17:00 | Grikkland | : | Bosnía |