Fyrsti sigur Ástralans

Cameron Smith með sigurverðlaunin.
Cameron Smith með sigurverðlaunin. AFP/Paul Ellis

Ástr­al­inn Ca­meron Smith fagnaði sín­um fyrsta sigri á ri­sa­móti í golfi er hann bar sig­ur úr být­um á Opna mót­inu á Gamla vell­in­um í St. Andrews í Skotlandi í dag. Hann varð í leiðinni fjórði Ástr­al­inn til að fagna sigri á mót­inu. 

Smith vann eft­ir harða bar­áttu við Banda­ríkja­mann­inn Ca­meron Young og Norður-Írann Rory McIl­roy en hann lék hring­ina fjóra á sam­an­lagt 20 högg­um und­ir pari, einu höggi bet­ur en Young og tveim­ur bet­ur en McIl­roy.

Smith átti gríðarlega góðan loka­hring því hann lék á 64 högg­um, átta högg­um und­ir pari. Young lék á sjö högg­um und­ir pari í dag og McIl­roy á tveim­ur högg­um und­ir pari en hann var í for­ystu ásamt Norðmann­in­um Vikt­ori Hov­land fyr­ir loka­dag­inn í dag en Hov­land náði sér ekki á strik og lék á tveim­ur högg­um yfir pari.

Smith, sem er 28 ára, hef­ur verið ná­lægt sigr­um á ri­sa­mót­um áður því hann varð í öðru sæti á Masters-mót­inu árið 2020 og þriðja sæti á mót­inu í ár. Sig­ur­inn kem­ur því ekki endi­lega á óvart, þrátt fyr­ir að um fyrsta sig­ur á ri­sa­móti sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert