Donald fyrirliði í stað Svíans

Luke Donald með Ryder-bikarinn.
Luke Donald með Ryder-bikarinn. AFP/Mike Ehrmann

Bretinn Luke Donald hefur verið gerður að fyrirliða Evrópu fyrir Ryder-bikarinn í golfi. Hann tekur við af Svíanum Hernrik Stenson.

Stenson var rekinn sem fyrirliði Evrópuliðsins eftir að hann gekk í hina umdeildu LIV-mótaröð, sem yfirvöld í Sádi-Arabíu standa að.

Donald, sem er 44 ára, var efsti maður heimslistans í 56 vikur á árunum 2011 til 2012.

LIV-mótaröðin hef­ur valdið fjaðrafoki í golf­heim­in­um en þar eru verðlauna­upp­hæðir mun hærri en á öðrum mótaröðum. Talið er að stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu séu að fjár­magna mótaröðina til að fegra land og þjóð í skugga mann­rétt­inda­brota. 

Kylf­ing­ar eins og Phil Mickel­son, Bry­son DeCham­beau, Dust­in John­sonn, Sergio Garcia, Lee Westwood og Brooks Koepka eru á meðal kylf­inga sem hafa fært sig yfir á LIV-mótaröðina um­deildu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert