Geggjað að hafa tekið þetta

Íslandsmeistarinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Íslandsmeistarinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

„Geggjað að hafa tekið þetta,“ sagði 15 ára gamli Íslandsmeistarinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir í stuttu samtali við mbl.is eftir að ljóst var að hún vann Íslandsmeistaratitilinn í golfi kvennamegin en lokaumferðinni var felld niður í dag vegna veðurs. 

Ásamt því að vera Íslandsmeistari varð Perla Sól Evrópumeistari 16 ára og yngri í júlí. Það hefur því verið mikið fjör hjá Perlu síðustu mánuði. 

„Þetta er bara búið að vera gaman. Það er geggjað að hafa tekið þetta. Mér finnst ég hafa tæklað veðrið mjög vel. Er bara búin að vera að spila mjög gott golf alla vikuna. 

Hver var þinn sterkasti þáttur í mótinu?

„Ég myndi segja að það hafi verið upphafspunkturinn. Það kom mér eiginlega alltaf á braut og setti mig aldrei í vesen í teignum. 

Það er margt í vændum hjá þessum unga Íslands-og Evrópumeistara.

„Næstu helgi er Íslandsmót unglinga sem fer fram á GKG og svo er það Korpubikarinn. Síðan eftir það er ég að fara til Skotlands að keppa fyrir hönd Evrópu í svona Ryder Cup á móti Bretlandi og Írlandi,“ sagði Perla Sól að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert