Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði glæsilegum árangri á Finnish Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu um helgina. Guðmundur hafnaði í þriðja sæti á 20 höggum undir pari.
Íslenski kylfingurinn bætti sig á milli hringja, því hann lék fyrsta hring á 69 höggum, næstu tvo á 67 og þriðja og síðasta á 65 höggum. Velten Meyer frá Þýskalandi vann á 26 höggum undir pari.
Bjarki Pétursson hafnaði í 35. sæti á tíu höggum undir pari. Hann lék fyrstu þrjá hringina á 70 höggum og þann fjórða á 68 höggum.