Íslendingarnir úr leik í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús átti betri hring í dag.
Haraldur Franklín Magnús átti betri hring í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensku atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru úr leik á Dormy Open-mótinu. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur Franklín bætti sig um fjögur högg á milli hringja, en hann lék fyrsta hringinn í gær á 75 höggum, þremur höggum yfir pari. Dagurinn í dag gekk töluvert betur og lék hann á 71 höggi, einu höggi undir pari.

Haraldur lauk leik á tveimur höggum yfir pari og í 97. sæti og var þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Ágúst náði sér ekki á strik í dag, eftir fínan hring í gær. Hann lék á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari. Í gær lék hann á 72 höggum, á pari. Hann lauk því leik á fjórum höggum yfir pari og í 124. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka