Kristján Þór Einarsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, og atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru með gott forskot fyrir lokadaginn á Korpubikarnum í golfi, síðasta stigamóti Golfsambands Íslands á tímabilinu.
Guðrún Brá er með mikla yfirburði í kvennaflokki en hún er á níu höggum undir pari eftir tvo hringi. Hún lék fyrsta hring á 69 höggum og annan hring á 66 höggum. Hún er eini kylfingurinn sem hefur leikið hring á undir 70 höggum. Íslandsmeistarinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir er önnur á einu höggi undir pari.
Í karlaflokki er Íslandsmeistarinn Kristján Þór á tólf höggum undir pari, en hann lék fyrstu tvo hringina á 67 og 65 höggum. Axel Bóasson, fyrrverandi Íslandsmeistari, er í öðru sæti á átta höggum undir pari.
Þriðji og lokahringur mótsins verður leikinn á morgun.